Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 14. október 2024 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
„Það sýður á mér"
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson átti frábæran leik fyrir Ísland í 2-4 tapinu gegn Tyrklandi í kvöld en hann var brjálaður eftir leikinn.

Orri ræddi við Vísi eftir leikinn og talaði þar um dómgæsluna sem var mjög furðuleg í leiknum.

„Þetta var enginn 4-2 leikur... Mér finnst þetta bara kjaftæði. Ég bara fatta þetta ekki. Hvernig getur þetta verið svona? Þeir fá tvö svona auðveld víti en svo getur hann fleygt sér á línunni með hendurnar fyrir boltann en ekkert víti dæmt. Það meikar engan sens. Það sýður á mér," sagði Orri pirraður.

„Þetta er auðvitað bara móment sem getur breytt leiknum, hundrað prósent. Frá mér var þetta klárlega hendi og ég skil bara ekki hvernig þetta fór ekki á okkar veg í dag."

Orri skoraði frábært mark í leiknum en það er afar svekkjandi að fá ekkert stig úr leiknum í dag og bara eitt stig úr glugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner