Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 14. október 2024 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Tyrkir búnir að snúa taflinu við - Frábært skot og löglegt vítaspyrnumark
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Tyrkland er komið í 2-1 gegn Ísland en mörkin komu með aðeins fjögurra mínútna millibili.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

Það hafði gengið á ýmsu í byrjun síðari hálfleiks. Eftir frábæra frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik voru það Tyrkir sem mættu sterkari til leiks í þeim síðari.

Í byrjun hálfleiks fengu Tyrkir vítaspyrnu er Sverrir Ingi Ingason handlék boltann. Hakan Calhanoglu hins vegar sparkaði tvisvar í boltann er hann tók vítið. Boltinn hafnaði í netinu en markið auðvitað tekið af og óbein aukaspyrna dæmd.

Tyrkir létu það ekki á sig fá. Þeir jöfnuðu metin nokkrum mínútum síðar með frábæru skoti Irfan Can Kahveci fyrir utan tei og Hákon Rafn Valdimarsson sigraður.

Fjórum mínútum síðar fengu gestirnir aðra vítaspyrnu er Andri Lucas Guðjohnsen fékk boltann í hönd eftir að Merih Demiral skallaði hornspyrnuna í hönd hans. Mjög grimmt að dæma vítaspyrnu. Dómarinn var sendur að VAR-skjánum og í annað sinn þurfti hann ekki langan tíma til að ákveða sig. Hann benti á punktinn og í þetta sinn skoraði Calhanoglu löglegt mark og Tyrkir því komnir í forystu.




Athugasemdir
banner
banner