Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 14. nóvember 2014 09:00
Magnús Már Einarsson
skrifar frá Brussel
Gary Cotterill: Enginn hafði heyrt af Íslandi fyrir ári síðan
Icelandair
Gary Cotterill (til hægri) og tökumaður hans frá Sky fylgjast með leik Belgíu og Íslands í fyrrakvöld.
Gary Cotterill (til hægri) og tökumaður hans frá Sky fylgjast með leik Belgíu og Íslands í fyrrakvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Cotterill, einn þekktasti fréttamaður Sky, var mættur til Belgíu í vikunni til að fylgjast með leik Belgíu og Íslands.

Gary mætir á alla landsleiki Belga gagngert til að taka viðtöl við leikmenn í landsliðinu sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Erfitt er að fá einkaviðtöl við leikmenn á Englandi og því notar Gary tækifærið og ræðir við leikmenn í landsleikjahléinu.

Í vikunni nýtti Gary einnig tækifærið til að taka viðtal við Gylfa Þór Sigurðsson leikmann Swansea og Aron Einar Gunnarsson leikmann Cardiff.

,,Við ræddum við Aron og Gylfa. Gylfi ræddi um Tottenham sem er í vandræðum í augnablikinu. Hann var þar áður en hann var seldur í sumar. Við vildum vita hvað honum finnst um vandræði Spurs," sagði Gary við Fótbolta.net.

,,Við vildum vita hvað honum fannst um markið sem hann skoraði gegn Arsenal og hvað honum finnst um gengi Swansea sem er í fimmta sæti, einungis þremur stigum á eftir Manchester City í augnablikinu."

Gary segir að íslenskir leikmenn séu góðir viðmælendur. ,,Þeir eru mjög góðir náungar. Þeir tala alltaf ensku. Ísland er með leikmenn sem eru að spila annars staðar í Evrópou og hafa vakið athygli. Það er alltaf gaman að ræða við hógværa fóboltamenn sem eru ekki að hugsa um há laun, stóru húsin sín og athyglina."

Gary hefur fulla trú á að Ísland geti farið alla leið á EM í Frakklandi árið 2016.

,,Það lítur út fyrir það. Það yrði ótrúleg saga ef Ísland yrði í Frakklandi árið 2016. Enginn hafði heyrt af Íslandi fyrir ári síðan. Núna er liðið með níu stig af níu mögulegum og er að fara að keppa stórleik við Tékka um toppsætið," sagði Gary hress.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Gary í heild. Í næstu viku birtist við hann viðtal þar sem hann mun ræða um þátt sinn í ,,Deadline Day" á Sky Sports.
Athugasemdir
banner