fim 14. nóvember 2019 08:00 |
|
39 Íslendingar berjast á háværasta velli heims

Tyrkir komust á EM með 1 - 0 sigri á Íslandi í Konya haustið 2015. Þá voru lætin svakaleg en búast má við enn meiri hávaða í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völlurinn sem tekur 52.652 áhorfendur komst árið 2011 í heimsmetabót Guinness sem háværasti fótboltavöllur heims.
Þá mældust lætin 137,76 desibil í stórleik Galatasaray og Fenerbache en leikir þessa liða vekja alltaf mikla spennu.
Þeir Íslendingar sem keyptu miða á leikinn í gegnum KSÍ voru aðeins 39 og því má búast við að ef Tyrkirnir aðstoða þau ekki við Víkingaklappið þá týnist það í látunum.
Leikurinn skiptir bæði lið miklu máli, Ísland verður að vinna til að eiga möguleika á sæti á EM 2020 í gegnum undankeppnina, Tyrkjum nægir stig til að tryggja sér sæti á lokamótinu.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
14:30
13:18
09:18
21:14
07:00