Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 14. nóvember 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Cazorla vill spila kveðjuleik á Emirates
Santi Cazorla í leik með Arsenal á sínum tíma.
Santi Cazorla í leik með Arsenal á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Santi Cazorla, miðjumaður Villarreal, segist vilja spila kveðjuleik á Emirates leikvanginum, heimavelli Arsenal. Hinn 34 ára gamli Cazorla var hjá Arsenal frá 2012 til 2018 en hann spilaði ekkert undir lokin vegna erfiðra meiðsla.

Hinn 34 ára gamli Cazorla er nú kominn á fulla ferð með Villarreal og hann vonast til að fá tækifæri til að kveðja stuðningsmenn Arsenal betur einn daginn.

„Þegar þú ert hjá stóru félagi eins og Aresnal þá áttar þú þig stundum ekki á þýðingu þess fyrr en þú ert farinn. Ég náði aldrei að segja almennilega bless. Þetta var stærsta félagið sem ég spilaði með á ferlinum og ég sakna alls sem tengist Arsenal," sagði Cazorla.

„Ég veit ekki hvernig orðspor mitt er þar, þú þyrftir að spyrja stuðningsmennina, en ég vil segja takk við alla þar. Ég myndi vilja spila einn lokaleik á Emirates áður en ég hætti."

„Ég veit ekki hvað ég geri þegar ég hætti, kannski verð ég þjálfari, kannski yfirmaður íþróttamála. Ég myndi gjarnan vilja fara aftur til Arsenal. Ég bjó í London í sex ár og sonur minn elskaði það. Við sjáum hvort það sé möguleiki í framtíðinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner