Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Henderson ræðir Suarez: Ég ætlaði að drepa hann
Jordan Henderson og Luis Suarez náðu vel saman
Jordan Henderson og Luis Suarez náðu vel saman
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool á Englandi, talaði um það hvernig Luis Suarez fór illa með hann á æfingasvæði félagsins í hlaðvarpsþætti Jamie Carragher.

Henderson gekk til liðs við Liverpool frá Sunderland sumarið 2011 en sex mánuðum áður hafði Luis Suarez komið til félagsins frá Ajax.

Enski miðjumaðurinn fékk mikla gagnrýni í upphafi ferilsins hjá Liverpool en hann var ekki miss um að hann hefði gæðin til að spila með félaginu eftir að hann æfði með Suarez eftir að hann niðurlægði hann nokkrum sinnum á æfingasvæðinu.

„Ég var að gera mitt besta fyrir félagið. Í fótbolta þá fær maður mikla gagnrýni og fólk er alltaf að efast mann. Ég var mjög ungur á þessum tíma og það voru nokkrir hlutir sem Suarez gerði á æfingum sem fóru í taugarnar á mér," sagði Henderson í The Greatest Game hlaðvarpsþættinum sem Jamie Carragher stýrir.

„Mér leið eins og ég væri ekki nógu góður til að æfa með honum og ég hugsaði oft hvað í andskotanum hann væri að gera og efaðist um að ég ætti að vera þarna."

„Þetta særði mig virkilega og ég sprakk á æfingu og var tilbúinn til þess að drepa hann. Eftir það áttum við í mjög góðu sambandi og ég lagði upp mark fyrir hann í næsta leik. Hann var frábær við mig eftir þetta og við urðum mjög nánir. Hann er einn af mörgum frábærum leikmönnum sem ég hef lært af,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner