Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. nóvember 2019 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Liverpool og Napoli áhugasöm um Berge
Berge í leiknum gegn Liverpool.
Berge í leiknum gegn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Dimitri De Conde, yfirmaður íþróttamála hjá belgíska félaginu Genk, segir að Liverpool og Napoli séu á meðal félaga sem hafa áhuga á norska miðjumanninum Sander Berge.

Hinn 21 árs gamli Berge hefur spilað allar mínútur Genk í Meistaradeildinni á þessari leiktíð, en þar er liðið í riðli með Liverpool, Napoli og Salzburg.

„Napoli hefur áhuga á Sander og það er mögulegt að samkomulag verði gert," sagði De Conde við Radio Punto Nuovo.

„Við vitum líka að Liverpool hefur áhuga. Jurgen Klopp hrósaði honum eftir leikinn á Anfield (sem endaði 2-1 fyrir Liverpool)."

De Conde segir að engin tilboð séu á borðinu, en hann býst ekki við því að neitt gerist fyrr en næsta sumar. Það geti þó breyst ef stóru félögin banki á dyrnar.

Berge á 18 landsleiki fyrir Noreg, en hann lék fyrir Asker og Vålerenga í heimalandinu áður en hann fór til Genk árið 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner