Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 14. nóvember 2020 12:59
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
5 líklegustu Íslendingarnir til að taka við af Hamren - „Myndi hringja fyrst til Katar"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Rætt var um hver myndi taka við af Erik Hamren sem nýr landsliðsþjálfari í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag.

Elvar Geir Magnússon nefndi fimm líklegustu íslensku þjálfarana til að taka við starfinu. Hann og Magnús Már Einarsson settu saman listann.

Listinn er ekki í neinni sérstakri röð.

5 líklegustu:
Heimir Guðjónsson (þjálfari Vals)
Heimir Hallgrímsson (þjálfari Al Arabi)
Freyr Alexandersson (Aðstoðarlandsliðsþjálfari)
Rúnar Kristinsson (þjálfari KR)
Arnar Þór Viðarsson (þjálfari U21 árs landsliðsins)

Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, var á línunni í þættinum og í hans draumaheimi vildi hann að KSÍ myndi hringja til Katar í Heimi Hallgrímsson. Heimir hefur þjálfað landsliðið áður, náði frábærum árangri og kom Íslandi á lokakeppni HM. Hann var þar áður í teymi með Lars Lagerback.
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskipti hjá Íslandi og Pepsi Max tíðindi
Athugasemdir
banner
banner