
Rætt var um hver myndi taka við af Erik Hamren sem nýr landsliðsþjálfari í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag.
Elvar Geir Magnússon nefndi fimm líklegustu íslensku þjálfarana til að taka við starfinu. Hann og Magnús Már Einarsson settu saman listann.
Elvar Geir Magnússon nefndi fimm líklegustu íslensku þjálfarana til að taka við starfinu. Hann og Magnús Már Einarsson settu saman listann.
Listinn er ekki í neinni sérstakri röð.
5 líklegustu:
Heimir Guðjónsson (þjálfari Vals)
Heimir Hallgrímsson (þjálfari Al Arabi)
Freyr Alexandersson (Aðstoðarlandsliðsþjálfari)
Rúnar Kristinsson (þjálfari KR)
Arnar Þór Viðarsson (þjálfari U21 árs landsliðsins)
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, var á línunni í þættinum og í hans draumaheimi vildi hann að KSÍ myndi hringja til Katar í Heimi Hallgrímsson. Heimir hefur þjálfað landsliðið áður, náði frábærum árangri og kom Íslandi á lokakeppni HM. Hann var þar áður í teymi með Lars Lagerback.
Athugasemdir