Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. nóvember 2020 10:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron um kynslóðaskipti: Mikilvægt að efnilegir strákar geti lært af okkur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var spurður út í möguleg kynslóðarskipti hjá A-landsliðinu í kjölfar þeirrar staðreyndar að íslenska liðið er ekki á leiðinni á stórmót næsta sumar.

„Við eigum fullt af efnilegum strákum sem eiga eftir að koma inn hægt og rólega. Mér líður samt eins og þetta lið eigi mikið eftir og eigi eftir að gefa af sér. Þetta lið er reynslumikið og heldur bara áfram," sagði Aron.


„Það er það eina í stöðunni, halda áfram og bæta okkur. Við erum svekktir með úrslitin en þetta eru engin endalok þessarar kynslóðar."

„Ef það verða breytingar og nýir menn koma inn verðum við til staðar svo strákarnir geti lært af okkur eins og við gerðum þegar við komum inn."


Ísland mætir Danmörku á morgun og Englandi á miðvikudag. Í mars hefst svo undankeppni fyrir HM 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner