Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. nóvember 2020 20:42
Ívan Guðjón Baldursson
England: Birmingham vann grannaslaginn - Everton gerði jafntefli
Everton er í þriðja sæti með 14 stig eftir 7 umferðir.
Everton er í þriðja sæti með 14 stig eftir 7 umferðir.
Mynd: Getty Images
Þremur síðustu leikjum dagsins er lokið í enska boltanum og þar hafði Birmingham betur í nágrannaslag gegn Aston Villa.

Claudia Walker gerði eina markið í hörðum leik sem einkenndist af mikilli baráttu. Þetta var fjórða mark Walker í fjórum síðustu deildarleikjum Birmingham og er liðið með 9 stig eftir 7 umferðir. Villa er með 3 stig eftir 5 umferðir.

Everton gerði þá jafntefli við Reading þrátt fyrir að sýna mikla yfirburði á köflum. Everton hefur hægt á sér eftir góða byrjun á tímabilinu og er með 14 stig eftir 7 umferðir. Þetta var þriðja jafntefli Reading í röð og er liðið með 9 stig.

Að lokum gerðu tíu leikmenn Tottenham jafntefli við Bristol City. Tottenham var marki yfir þegar Rianna Dean fékk rautt spjald á 77. mínútu. Leikmanni fleiri tókst Bristol að jafna í uppbótartíma og tryggði liðið sér sitt fyrsta stig á tímabilinu.

Bristol er á botninum með eitt stig. Tottenham er í næstneðsta sæti með þrjú stig.

Aston Villa 0 - 1 Birmingham
0-1 C. Walker ('72)

Everton 1 - 1 Reading
1-0 S. Magill ('39)
1-1 N. Harding ('42)

Bristol City 2 - 2 Tottenham
1-0 C. Logarzo ('37, víti)
1-1 S. Worm ('42)
1-2 A. Neville ('64)
2-2 E. Salmon ('92)
Rautt spjald: R. Dean, Tottenham ('77)
Athugasemdir
banner
banner
banner