Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 14. nóvember 2020 15:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Bergmann kallaður inn í A-landsliðið - Gæti spilað sinn fyrsta leik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson hefur verið kallaður inn í íslenska karlalandsliðið. Þessu greinir félag Ísaks, Norrköping frá á Twitter síðu sinni.

Ísak er sautján ára gamall miðjumaður sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Norrköping á leiktíðinni.

Hann lék með U21 landsliðinu gegn Ítölum á fimmtudag en hefur nú verið kallaður inn í A-landsliðshópinn. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísak er í A-landsliðinu.

Ísland mætir Danmörku á morgun á Parken og Englandi á Wembley á miðvikduag. Íslenska U21 árs liðið mætir Írlandi á morgun.


Athugasemdir
banner
banner