Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 14. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Loks unnu heimsmeistararnir
Kvenaboltinn
Bandaríska kvennalandsliðið vann Þýskaland, 2-1, í vináttulandsleik í gærkvöldi en þetta var fyrsti sigur liðsins síðan í september.

Heimsmeistararnir höfðu tapað síðustu þremur leikjum sínum og meðal annars gegn Þýskalandi fyrir þremur dögum.

Jule Brand, leikmaður Wolfsburg, kom Þjóðverjum á bragðið í gær en Sophia Smith jafnaði metin áður en Mallory Pugh gerði sigurmarkið fyrir Bandaríkin.

Liðin eru komin á fullt í undirbúning fyrir HM sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Bandaríkin hafa fjórum sinnum unnið HM á meðan Þjóðverjar hafa unnið mótið tvisvar.
Athugasemdir
banner