
Ungstirnið Hannibal Mejbri er í hópnum hjá Túnis fyrir HM í Katar. Mejbri, sem er nítján ára, er samningsbundinn Manchester United en er þessa stundina á láni hjá Birmingham í Championship deildinni.
Tíu í hópnum léku á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum. Einhverjir kannast við Wahbi Khazri sem lék með Sunderland fyrir nokkrum árum, hann er markahæsti leikmaðurinn í hópnum - hefur skorað 24 mörk í 71 leik.
Þjálfari liðsins heitir Jalel Kadri og liðið er í D-riðli ásamt Danmörku, Frakklandi og Ástralíu.
Tíu í hópnum léku á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum. Einhverjir kannast við Wahbi Khazri sem lék með Sunderland fyrir nokkrum árum, hann er markahæsti leikmaðurinn í hópnum - hefur skorað 24 mörk í 71 leik.
Þjálfari liðsins heitir Jalel Kadri og liðið er í D-riðli ásamt Danmörku, Frakklandi og Ástralíu.
Hópurinn
Markverðir: Aymen Dahmen (Club Sportif Sfaxien), Mouez Hassan (Club Africain), Bechir Ben Said (US Monastir), Aymen Mathlouthi (Etoile du Sahel).
Varnarmenn: Ali Abdi (Caen), Mohamed Drager (FC Luzern), Ali Maaloul (Al Ahly), Wajdi Kechrida (Atromitos), Nader Ghandri (Club Africain), Yassine Meriah (Esperance), Bilel Ifa (Kuwait FC), Dylan Bronn (Salernitana), Montassar Talbi (Lorient).
Miðjumenn: Ellyes Skhiri (FC Cologne), Ghaylen Chaalali (Esperance), Aissa Laidouni (Ferencvaros), Mohamed Ali Ben Romdhane (Esperance), Ferjani Sassi (Al-Duhail), Hannibal Mejbri (Birmingham City).
Sóknarmenn: Youssef Msakni (Al Arabi SC), Seifeddine Jaziri (Zamalek), Naim Sliti (Ettifaq), Issam Jebali (Odense), Taha Yassine Khenissi (Kuwait SC), Anis Ben Slimane (Brondby), Wahbi Khazri (Montpellier).
Athugasemdir