England vann góðan 3-0 sigur á Grikklandi í Þjóðadeildinni kvöld og er í góðri stöðu fyrir lokaleikinn gegn Írlandi á sunnudaginn en sigur þar tryggir liðinu áfram í úrslitakeppnina.
Mikið hefur verið rætt og ritað um það að margir leikmenn voru fjarverandi vegna meiðsla og þá byrjaði Harry Kane á bekknum.
„Þetta var góður og mikilvægur sigur. Mikið hefur verið rætt um þá sem eru ekki hérna en þeir sem eru hérna mættu almennilega til leiks. Ég er mjög stoltur af strákunum," sagði Jude Bellingham eftir leikinn.
Ollie Watkins var í byrjunarliðinu á kostnað Harry Kane og kom liðinu yfir, Odyesseas Vlachodimos varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Curtis Jones innsilgaði sigurinn í sínum fyrsta landsleik.
Athugasemdir