Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 14. nóvember 2024 21:34
Elvar Geir Magnússon
Svartfjallalandi
Landsliðið lent í Svartfjallalandi
Icelandair
Íslenski hópurinn á leið í vegabréfaskoðun á flugvellinum í Svartfjallalandi í kvöld.
Íslenski hópurinn á leið í vegabréfaskoðun á flugvellinum í Svartfjallalandi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Þetta er leikvangurinn í Niksic þar sem leikið verður á laugardag.
Þetta er leikvangurinn í Niksic þar sem leikið verður á laugardag.
Mynd: Getty Images
Nú í kvöld lenti íslenska landsliðið í Svartfjallalandi þar sem leikið verður gegn heimamönnum í Þjóðadeildinni á laugardaginn klukkan 17 að íslenskum tíma.

Eins og flestir lesendur vita hefur liðið undirbúið sig fyrir komandi leiki á Alicante svæðinu á Spáni í þessari viku, nánar tiltekið á La Finca hótelinu. Fyrstu dagana þar gafst mönnum tími til að spila smá golf milli æfinga og funda en frá og með miðvikudeginum hefur öll einbeitingin verið algjörlega öll á komandi leik.

Í kvöld flaug svo liðið með einkaflugi frá Alicante flugvelli og yfir til höfuðborgar Svartfjallalands, Podgorica. Þar mun Ísland æfa og halda fréttamannafund á morgun en leikurinn á laugardag fer hinsvegar fram í borginni Niksic, í um klukkutíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni.

Ástæðan er sú að grasið á þjóðarleikvangnum í Podgorica stenst ekki kröfur UEFA og því verður leikið á minni leikvangi, sem tekur um fimm þúsund áhorfendur. Það sama var uppi á teningnum þegar Svartfellingar tóku á móti Wales fyrir tveimur mánuðum síðan.

Flugvél íslenska liðsins lenti hér í Podgorica um klukkan 22:20 að staðartíma eftir þægilega flugferð. Rúta flutti liðið beint á hótelið þar sem liðið hvílist fyrir átökin framundan.

Fótbolti.net fylgir landsliðinu í þessari Evrópureisu og hvetjum við lesendur til að fylgjast með bak við tjöldin á Instagram síðu okkar (fotboltinet) ásamt því að skoða fréttir og viðtöl á síðunni sjálfri.

Eins og fram hefur komið þá getur Ísland með hagstæðum úrslitum gegn Svartfellingum átt möguleika á því að leikurinn gegn Wales á þriðjudaginn verði úrslitaleikur um að komast í umspil um sæti í A-deildinni, ef velska liðið nær ekki að vinna Tyrki á sama tíma. Ísland er sem stendur í þriðja sætinu en það gefur umspilssæti um að halda sér í B-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner