Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 14. desember 2020 14:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Er allt í skrúfunni?
Gísli Gíslason skrifar
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Gísli Gíslason greinarhöfundur.
Gísli Gíslason greinarhöfundur.
Mynd: Raggi Óla
Ekki þarf að eyða mörgum orðum á covid-árið og áhrif veirunnar á íþróttalífið. Það ár fer í sögubækur sem „annus horribilis“ íþróttanna og þar með talið knattspyrnunnar – með undantekningum þó sem vert er að hafa í huga. Ekki er gott að segja hvort covid-þreyta sé að leiða okkur á brautir bölmóðs, en óneitanlega hefur umfjöllun um fótboltann síðustu daga ekki beinlínis verið á nótum bjartsýni og ánægju. Undantekningin er augljóslega frábær árangur kvennalandsliðsins og landsliðs U21 sem leika bæði til úrslita á Evrópumótum sem því miður hefur orðið af verðskuldaðri athygli.

Það er svo sem ekki nýtt af nálinni að KSÍ og stjórn KSÍ sé talinn upprunni vandamála knattspyrnunnar og má segja að titill á ljóðabók Hallgríms Helgasonar „Við skjótum títuprjónum“ sé ágæt lýsing á viðtekinni venju, innan og utan hreyfingarinnar og fer þá oftast lítið fyrir þeim verkum og árangri sem náðst hefur á síðustu árum.

Nú er það svo að þau sem sitja í stjórn KSÍ eru síður en svo hafin yfir gagnrýni, en í þeim efnum má eflaust notað svipuð orð og blaðamaður gerir í mati sínu á máli sem hefur verið í brennidepli: „Fyrir mitt leyti tel ég að fjölmiðlar hafi fjallað um málið af fagmennsku, þótt það séu einhverjir ósammála mér auðvitað, en það er bara eins og það er“.

Mikil umfjöllun um knattspyrnu er okkur öllum áhugaefni þó svo halda megi því fram að álitsgjafar sem nota orðin „Mér er sagt..:“ og „Ég hef heyrt...“ séu ekki alltaf vel ígrunduð og ekki alltaf sögð með hagsmuni knattspyrnunnar að leiðarljósi. Sem betur fer er umfjöllunin almennt góð, hvort heldur um knattspyrnu kvenna og karla, en eflaust mætti horfa víðar og betur á fréttnæm málefni, sem eru svo sannarlega mikilvæg, en gjalda þess kannski að vera ekki hlaðin daglegri spennu.

Á þessu ári heimsfaraldurs hefur álagið á félögin í landinu og knattspyrnusambandið verið óvenjulegt og mikið. Þar hefur að stórum hluta reynt gríðarlega á þá sjálfboðaliða sem verja tíma sínum í þágu fótboltans. Þeirra hlutur hefur í gegnum árin ekki verið metinn að verðleikum en það sýnir það sig best nú hve ómetanlegur hlutur þeirra er.

Nokkur mál skulu nefnd sem varða íþróttir og ekki síst knattspyrnuna, sem mikið veltur á til þess að áfram megi sækja fram og byggja á árangri síðustu 10 - 20 ára:
-Opinber stuðningur við frjáls félagasamtök þar sem stuðningur verði veittur m.a. íþróttafélögum vegna byggingu íþróttamannvikirkja. Málið hefur of lengi legið án afgreiðslu Alþingis, en er íþróttahreyfingunni gríðarlega mikilvægt.
- Mótun opinberrar afreksstefnu og aukið fjármagn afreksfólks þar sem aðgengi þess að samfélagslegu öryggisneti verði stórbætt, þar með talið stuðningur við afrekskonur á meðgöngu og eftir fæðingu, sjúkrabætur íþróttafólks og ferðakostnaður.
- Aukinn stuðningur við íþróttafólk og félög á landsbyggðinni vegna ferðakostnaðar.
- Virk afreksstefna KSÍ og félaganna á grundvelli stefnu sem yfirmaður kannstpyrnumála KSÍ hefur unnið að m.a. í því skyni að byggja á árangri landsliða okkar til frekri afreka og styrkja að nýju stöðu íslenskra knattspyrnuliða gagnvart liðum og deildum í Evrópu. Að missa eitt sæti af fjórum í Evrópumótum karla á árinu 2022 er óviðunandi en ánægjulegt að við hafi bætt við sæti í Evrópukeppni kvenna megin.

Framangreint er aðeins hluti af umfangsmiklum verkefnum en í lengra máli mætti nefna óttann við brottfall í yngri flokkum á þessum skelfilegu tímum, mikilvægi þeirra fjármuna sem ríki og KSÍ hafa greitt til félaganna, væntingar um frekari framlög og glímu hreyfingarinnar á næsta ári við að halda starfseminni gangandi. Á þessum vettvangi reynir á samstöðu knattspyrnuhreyfingarinnar, en óneitanlega hafa ýmis mál höggvið skarð í þá samstöðu, sem brýnt er að bæta úr. Blómleg starfsemi íþróttahreyfingarinnar er þjóðinni lífsnauðsyn og þar skipta um 30.000 iðkendur í knattspyrnunni miklu máli. Þeir sem leggja hreyfingunni lið gera það með því hugarfari að laun erfiðisins felist í árangri og úrlausn verðugra verka fyrir samfélagið. Þótt að peningar skipti miklu máli – þá er mikilvægt að varðveita samstöðuna og þá orku sem býr í áhugafólki um knattspyrnu – til þess að efla, bæta og stykja knattspyrnuna.
Á þeim grunni gerum við kjúklingasalat úr samfélagsástandi sem minnir á ...............

Gísli Gíslason
Í stjórn KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner