Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   lau 14. desember 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segist hafa falsað fæðingavottorð - Er í raun fjórum árum eldri
Mynd: Getty Images
Undarlegt mál hefur komist upp á yfirborðið en talið er að Youssoufa Moukoko, leikmaður í eigu Dortmund, sé í raun fjórum árum eldri en hann segist vera.


Moukoko var gríðarlegt efni á sínum tíma og var sá yngsti til að spila í Meistaradeildinni. Hann er tvítugur í dag og var ósáttur hjá Dortmund þar sem hann fékk ekki þann spiltíma sem hann taldi sig eiga skilið. Hann var lánaður til Nice í sumar.

Heimildarþáttur á sjónvarpsstöðinni ProSieben hefur rannsakað málið og ræddi við Joseph Moukoko, sem viðurkenndi að hann væri í raun ekki faðir hans. Hann segir að Youssoufa sé fæddur 19. júlí 2000 en ekki 20. nóvember.

Hann segist hafa falsað skjöl svo hann ætti meiri möguleika í fótboltaheiminum. Dortmund hefur svarað fyrir þessar ásakanir og segir að félagið hafi gögn undir höndum sínum sem sannar að hann sé í raun fæddur árið 2004
Athugasemdir
banner
banner
banner