Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 15. janúar 2020 22:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjarnafæðismótið: Þór sigraði í minningarleik Baldvins
Jakob Snær skoraði sigurmark leiksins í kvöld.
Jakob Snær skoraði sigurmark leiksins í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 2 - 1 Magni
1-0 Ólafur Aron Pétursson ('14 )
1-1 Baldvin Ólafsson ('16 )
2-1 Jakob Snær Árnason ('31 )

Þór mætti Magna í Kjarnafæðismótinu í kvöld. Liðin leika í A-deild keppninnar, bæði lið höfðu leikið þrjá leiki í riðlinum fyrir leikinn í kvöld.

Leikurinn fór fram 15. janúar, á fæðingardegi Baldvins Rúnarssonar sem lést á síðasta ári eftir langa baráttu við krabbamein. Leikurinn var minningarleikur hans og safnaði minningarsjóður í hans nafni í sjóð sinn þar sem áhorfendur greiddu beint í sjóðinn.

Ólafur Aron Pétursson, miðjumaðurinn sem gekk í raðir Þórsara frá KA eftir síðustu leiktíð, kom Þórsurum yfir á 14. mínútu en Baldvin Ólafsson jafnaði skömmu síðar.

Það var svo Jakob Snær Árnason sem skoraði þriðja mark leiksins á 31. mínútu og reyndist það sigurmark leiksins í Boganum.

Þórsarar eru um þessar mundir í toppsæti riðilsins með 10 stig en KA, sem er með níu stig, á leik til góða. Magni er með þrjú stig eftir leikina fjóra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner