Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. janúar 2021 11:00
Enski boltinn
Var farinn að trúa orðum Magga Gylfa - Síðan mætti 'frelsarinn'
Mynd: Getty Images
Magnús Gylfason og Hörður Magnússon eru gestir vikunnar í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn." Liverpool varð enskur meistari í fyrsta skipti í 30 ár á síðasta tímabili, stuðningsmönnum liðsins til mikillar gleði. Hörður sagði frá sögu þessu tengdu í þættinum.

„Maggi (Gylfa) sagði einhverntímann við mig 'Höddi, þú átt aldrei eftir að sjá Liverpool vinna Englandsmeistaratitilinn á meðan þú ert á lífi.' Ég verð að viðurkenna það að í kringum 2010-2012 þegar við vorum að fara í gegnum hálft tímabil með Hodgson var mér of hugsað til þess sem Maggi sagði og hugsaði að hann hefði líklega rétt fyrir sér. Síðan kom frelsarinn og það breyttist. Það tók sinn tíma," sagði Hörður og vísaði þar í Jurgen Klopp.

„Hann er búinn að vera með liðið á toppi í Evrópu og Englandi í tæplega þrjú ár. Tveir úrslitaleikir í Meistaradeildinni og kláruðu tímabilið í fyrra í desember. Yfirburðir sem hafa ekki sést."

Maggi Gylfa svaraði fyrir sig. „Liverpool varð ekki meistari fyrr en VAR kom og Covid kom. Þeir þurftu það til að verða meistarar. Það er grátleg staðreynd þegar þeir voru búnir að rembast við þetta í 30 ár. Þetta eru skrýtnir tímar og Liverpool varð meistari. Það er skrýtið," sagði Maggi.

Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn. Hér að neðan má hlusta á þáttinn.
Enski boltinn - Tekist á fyrir stórleik ársins
Athugasemdir
banner