Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. janúar 2022 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Juventus upp að hlið Atalanta sem á tvo leiki til góða
Dybala skoraði.
Dybala skoraði.
Mynd: EPA
Juventus vann góðan sigur gegn Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni á þessu laugardagskvöldi.

Þetta var hörkuleikur og Juventus var ekki með neina yfirburði, en þeir fengu ágætis færi og nýttu tvö þeirra. Paulo Dybala skoraði á 19. mínútu og bætti Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie við marki á 79. mínútu.

Lokatölur 2-0 fyrir Juventus sem jafnar Atalanta að stigum í fjórða sæti deildarinnar. Atalanta á þó tvo leiki til góða. Udinese er í 14. sæti, fjórum stigum frá fallsæti.

Fyrr í dag unnu Lazio og Torino útisigra. Ciro Immobile skoraði tvö mörk í sannfærandi sigri Lazio á botnliði Salernitana. Lazio er í sjötta sæti. Þá vann Torino 1-2 sigur á Sampdoria og var það miðjumaðurinn Dennis Praet sem gerði sigurmarkið. Torino er núna í níunda sæti og Sampdoria í 15. sæti.

Juventus 2 - 0 Udinese
1-0 Paulo Dybala ('19 )
2-0 Weston McKennie ('79 )

Salernitana 0 - 3 Lazio
0-1 Ciro Immobile ('7 )
0-2 Ciro Immobile ('10 )
0-3 Manuel Lazzari ('66 )

Sampdoria 1 - 2 Torino
1-0 Francesco Caputo ('18 )
1-1 Wilfried Stephane Singo ('27 )
1-2 Dennis Praet ('67 )
Athugasemdir
banner
banner
banner