Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. janúar 2023 16:30
Aksentije Milisic
Sjáðu atvikið: Ótrúlegt klúður Mitrovic á vítapunktinum
Mynd: Getty Images

Aleksandar Mitrovic, sóknarmaður Fulham, tók vítaspyrnu í leik liðsins í dag gegn sínu fyrrum félagi, Newcastle United.


Staðan var markalaus þegar Fulham fékk vítaspyrnu á 69. mínútu leiksins og fór markahæsti leikmaður liðsins, Mitrovic, á vítapunktinn á sínum gamla heimavelli.

Mitrovic skoraði úr spyrnunni en fljótt varð mönnum ljóst að eitthvað hafði farið úrskeiðis hjá honum. Nick Pope hljóp strax að dómara leiksins eftir að boltinn fór í netið.

Mitrovic rann þegar hann tók vítaspyrnuna með þeim afleiðingum að hann skaut í vinstri fótinn á sér og inn. Því notaði hann tvær snertingar sem er bannað.

Newcastle nýtti sér þetta og tókt að tryggja sér sigur í leiknum í kjölfarið.

Þetta ótrúlega atvik má sjá hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner