Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. janúar 2023 13:20
Aksentije Milisic
„Stuðningsmenn mega dreyma en við verðum að halda fótum okkar á jörðinni"
Erik ten Hag og Marcus Rashford.
Erik ten Hag og Marcus Rashford.
Mynd: EPA

Manchester United hefur verið að spila frábærlega að undanförnu og unnið hvern leikinn á fætur öðrum.


Eins og staðan er núna er Man Utd sex stigum á eftir toppliði Arsenal eftir 18 umferðir. Arsenal á hins vegar leik til góða gegn Tottenham Hotspur síðar í dag.

Arsenal og Manchester United mætast um næstu helgi og þá á Arsenal eftir að mæta Manchester City tvívegis.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, var spurður út í titilbaráttuna eftir sigurinn öfluga gegn Man City í gær.

„Stuðningsmenn okkar mega dreyma en við verðum að halda fótum okkar á jörðinni," sagði Hollendingurinn.

„Spilamennska okkar verður að batna. Það má ekki gerast svona eftir leikhlé að við missum tökin á leiknum."

United er á fullu í fjórum keppnum. Liðið er komið í undanúrslit í deildabikarnum og áfram í næstu umferð í enska bikarnum.

Þá mætir Man Utd liði Barcelona í umspili fyrir 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner