Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal búið að snúa taflinu við - Umdeilt mark eftir hornspyrnu og slök varsla Kinsky
Mynd: EPA
Arsenal var ekki lengi að snúa við taflinu gegn nágrönnum sínum í Tottenham en staðan er nú 2-1 þegar síðari hálfleikur var að hefjast.

Heung-Min Son kom Tottenham yfir með skot við vítateigslínuna á 25. mínútu en undir lok hálfleiksins skoraði Arsenal tvö mörk eftir mistök frá tékkneska markverðinum Antonin Kinsky.

Jöfnunarmarkið kom eftir hornspyrnu sem flaug yfir allann pakkann og á fjær þar sem Gabriel Magalhaes var mættur. Boltinn hafði viðkomu af Dominic Solanke og í netið.

Mikil umræða fór af stað um hornspyrnuna en í aðdragandanum virtist boltinn fara af Trossard og aftur fyrir endamörk. Arsenal skoraði síðan úr horninu.

Sjáðu jöfnunarmarkið

Leandro Trossard kom síðan Arsenal yfir eftir sendingu frá Martin Ödegaard. Trossard fékk boltann vinstra megin og skaut boltanum einfaldlega í gegnum hendurnar á Kinsky.

Kinsky hefur litið vel út í fyrstu leikjum Tottenham síðan hann kom frá Spörtu Prag, en ekki litið neitt sérstaklega vel út í kvöld.

Sjáðu annað mark Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner