Enski fótboltamaðurinn Jesse Lingard hefur verið útnefndur sem nýr fyrirliði Seoul í Suður-Kóreu.
Lingard gekk í raðir félagsins fyrir um ári síðan og er núna á leið inn í sitt annað tímabil hjá félaginu.
Lingard gekk í raðir félagsins fyrir um ári síðan og er núna á leið inn í sitt annað tímabil hjá félaginu.
Lingard fór hægt af stað í Suður-Kóreu en fann góðan takt seinni hluta tímabilsins. Hann endaði á því að skora sex mörk og leggja upp þrjú mörk.
Hann hefur notið sín vel í Suður-Kóreu og er leiðtogi í hópnum. Hann hefur núna fengið fyrirliðabandið.
Lingard lék með Man Utd, West Ham og Nottingham Forest á Englandi.
Athugasemdir