Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd ætlar ekki að lána Collyer
Toby Collyer.
Toby Collyer.
Mynd: Getty Images
Manchester United er ekki með nein plön um að lána miðjumanninn Toby Collyer í þessum mánuði.

Collyer er efnilegur leikmaður sem hefur verið hluti af aðalliðshópi United á yfirstandandi tímabili.

Rúben Amorim, stjóri Man Utd, virðist treysta Collyer mikið en hann setti leikmanninn unga inn á sem varamann þegar United var einum færri gegn Arsenal í FA-bikarnum á dögunum.

Samkvæmt The Athletic hefur Man Utd engan áhuga á að lána Collyer á þessum tímapunkti þrátt fyrir áhuga.

Amorim vill halda í hann og gæti Collyer því fengið fleiri tækifæri á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner