Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 12:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr samningur Ronaldo enn stærri - Eignast hlut í félaginu
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo er í viðræðum við Al-Nassr um nýjan samning.

Ronaldo hefur verið í Sádi-Arabíu frá því í janúar 2023 en það styttist í að samningur hans renni út.

Samkvæmt Marca er Al-Nassr að bjóða Ronaldo launahækkun með nýjum samningi.

Hann er talinn fá 164 milljónir punda fyrir tímabilið hjá Al-Nassr. Það eru bara grunnlaunin en talið er að þau muni hækka um 4 milljónir punda með nýjum samningi. Hann muni þá þéna enn meira með bónusum og verður launahæsti fótboltamaður í heimi.

Það er einnig sagt frá því að Ronaldo muni eignast hlut í félaginu með nýjum samningi.

Ronaldo er orðinn 39 ára gamall en er ekki á þeim buxunum að hætta strax. Líklegast er hann að hugsa um að fara á HM 2026 með Portúgölum.
Athugasemdir
banner
banner