Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 15. janúar 2025 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Stórsigur hjá Bayern - Lykilmenn Leipzig sáu rautt
Leroy Sane skoraði tvö fyrir Bayern
Leroy Sane skoraði tvö fyrir Bayern
Mynd: EPA
Lois Openda fékk rautt í tapi Leipzig
Lois Openda fékk rautt í tapi Leipzig
Mynd: EPA
Bayern München er áfram með fjögurra stiga forystu á toppnum eftir 5-0 stórsigur liðsins á Hoffenheim í þýsku deildinni í kvöld.

Toppliðið hefur verið í frábæru formi á leiktíðinni og hélt sigurganga liðsins áfram í kvöld.

Leroy Sane skoraði með þrumuskoti snemma leiks áður en Raphael Guerreiro tvöfaldaði forystuna fimm mínútum síðar. Harry Kane gerði þriðja markið úr vítaspyrnu áður en Sane gerði annað mark sitt strax í upphafi síðari hálfleiks.

Serge Gnabry gerði fimmta markið nokkrum mínútum eftir mark Sane og rak þannig síðasta naglann í kistu Hoffenheim. Bayern er með 42 stig á toppnum, fjórum stigum á undan Bayer Leverkusen.

Það var heldur betur líf og fjör er Stuttgart lagði RB Leipzig að velli, 2-1 í Leipzig.

Slóvenski framherjinn Benjamin Sesko kom Leipzig yfir á 10. mínútu, en heimamenn náðu að snúa taflinu við í þeim síðari með mörkum frá Jacob Bruun Larsen og hinum stóra og stæðilgea NIck Woltemade.

Á lokamínútum leiksins fengu báðir sóknarmenn Leipzig, þeir Sesko og Lois Openda að líta rauða spjaldið. Báðir fengu sitt annað gula spjald. Sesko fékk sitt annað gula fyrir að stíga á mótherja og Openda fyrir að ýta leikmanni Stuttgart.

Hrikalega slæmar fréttir fyrir Leipzig sem er í 4. sæti með 30 stig en Stuttgart í sætinu fyrir neðan með 29 stig.

Stuttgart 2 - 1 RB Leipzig
0-1 Benjamin Sesko ('10 )
1-1 Jacob Bruun Larsen ('50 )
2-1 Nick Woltemade ('60 )
Rautt spjald: ,Benjamin Sesko, RB Leipzig ('85)Lois Openda, RB Leipzig ('88)

Bayern 5 - 0 Hoffenheim
1-0 Leroy Sane ('7 )
2-0 Raphael Guerreiro ('12 )
3-0 Harry Kane ('26 , víti)
4-0 Leroy Sane ('48 )
5-0 Serge Gnabry ('66 )

Werder 3 - 3 Heidenheim
1-0 Marco Grull ('1 )
1-1 Jan Schoppner ('30 )
2-1 Marvin Ducksch ('56 )
2-2 Luca Kerber ('61 )
3-2 Marco Grull ('79 )
3-3 Leo Scienza ('90 )

Union Berlin 0 - 2 Augsburg
0-1 Alexis Claude-Maurice ('9 )
0-2 Alexis Claude-Maurice ('30 )

Bochum 1 - 0 St. Pauli
1-0 Philipp Hofmann ('67 )
Rautt spjald: Adam Dzwigala, St. Pauli ('90)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner