Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 15:47
Elvar Geir Magnússon
Undir lögreglurannsókn vegna gulra spjalda
Salas er sakaður um að hafa vísvitandi fengið gul spjöld svo vinir hans myndu græða á veðmálum.
Salas er sakaður um að hafa vísvitandi fengið gul spjöld svo vinir hans myndu græða á veðmálum.
Mynd: Getty Images
Kike Salas, varnarmaður Sevilla, var handtekinn af lögreglunni en hann er sakaður um að hafa fengið viljandi gul spjöld svo vinir hans gætu unnið veðmál á netinu.

Þessi 22 ára leikmaður var yfirheyrður af spænsku lögreglunni í gær og rannsókn stendur yfir.

Samkvæmt spænskum lögum og reglum fótboltasambandsins gæti hann misst réttindi sín í tvö til fimm ár, verið dæmdur í fangelsisvist og fengið háa sekt.

Spænska lögreglan stýrir rannsókninni en talið er að tveir vinir leikmannsins hafi veðjað 10 þúsund evrum (1,5 milljón íslenskra króna) á að Salas myndi fá áminningar. Alls hafi þeir lagt fram um 30 veðmál.

Salas fékk tíu gul spjöld á síðasta tímabili en sjö af þeim komu í níu síðustu leikjum tímabilsins en þá hafði Sevilla náð að koma sér frá fallsvæðinu og hafði að engu að keppa.

Farsími Salas var tekinn af honum sem sönnunargagn og í stuttri yfirlýsingu frá Sevilla segist félagið virða rannsókn málsins. Salas var mættur á æfingu félagsins í morgun.
Athugasemdir
banner
banner