Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. febrúar 2020 19:18
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Tvö rauð spjöld er Genoa vann Bologna
Antonio Sanabria fagnar marki sínu gegn Bologna í dag
Antonio Sanabria fagnar marki sínu gegn Bologna í dag
Mynd: Getty Images
Bologna 0 - 3 Genoa
0-1 Adama Soumaoro ('28 )
0-2 Antonio Sanabria ('44 )
0-3 Domenico Criscito ('90 , víti)
Rautt spjald: ,Jerdy Schouten, Bologna ('34)Stefano Denswil, Bologna ('89)

Genoa vann Bologna 3-0 í Seríu A á Ítalíu í dag en tveir leikmenn Bologna voru reknir af velli í leiknum.

Adama Soumoro kom Genoa yfir á 28. mínútu áður en Jerdy Schouten var rekinn af velli í liði Bologna á 34. mínútu fyrir ljótt brot en upphaflega fékk hann gult spjald. VAR skoðaði atvikið og í kjölfarið var gula spjaldinu breytt í rautt.

Antonio Sanabria bætti við öðru marki fyrir Genoa undir lok fyrri hálfleiks.

Undir lok leiksins braut Stefano Denswil á Stefano Sturaro innan teigs. Denswil fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og skoraði svo Domenico Criscito örugga úr vítinu.

Lokatölur 3-0 fyrir Genoa sem er með 18 stig í 18. sæti deildarinnar á meðan Bologna er í 7. sæti með 33 stig.
Athugasemdir
banner
banner