Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. febrúar 2021 12:41
Elvar Geir Magnússon
Engin breyting verður á stjórn KSÍ
Þorsteinn Gunnarsson.
Þorsteinn Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er að engar breytingar verða á stjórn KSÍ á ársþingi KSÍ sem haldið verður rafrænt 27. febrúar.

Tveggja ára kjörtímabili fjögurra stjórnarmanna KSÍ lýkur á þinginu en þau gefa öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Það eru Ásgeir Ásgeirsson, Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason og Þorsteinn Gunnarsson.

Það eru einu framboðin sem bárust til stjórnar og því ljóst að stjórn sambandsins verður óbreytt.

Þóroddur Hjaltalín, Guðjón Bjarni Hálfdánarson og Jóhann K. Torfason gefa þá kost á sér áfram sem varamenn í stjórn.

Guðni Bergsson gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku en engin mótframboð bárust.
Athugasemdir
banner
banner
banner