Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 15. febrúar 2021 18:42
Brynjar Ingi Erluson
„Keypti alltaf Cavani í Championship Manager"
Lee Grant er mikill aðdáandi Cavani
Lee Grant er mikill aðdáandi Cavani
Mynd: Getty Images
Lee Grant, markvörður Manchester United á Englandi, hefur allta verið hrifinn af hæfileikum úrúgvæska framherjans Edinson Cavani en hann ræðir það í Unscripted-seríunni á heimasíðu félagsins.

Grant er 38 ára gamall og hefur verið þriðji markvörður United síðustu þrjú árin.

Hann hefur spilað tvo leiki fyrir United en hann er Dean Henderson og David De Gea til halds og trausts.

Grant fór yfir víðan völl á heimasíðu United en hann talaði þar um hrifningu sína á Cavani. United fékk Cavani á frjálsri sölu í október en hann hefur verið einn besti framherji heims síðasta áratuginn eða svo.

„Edinson er leikmaður sem ég elskaði alltaf að horfa á spila fótbolta, löngu áður en hann kom til United. Hann var alltaf fyrsti maður sem ég keypti í Championship Manager hérna í gamla daga þegar ég hafði tíma í að spila leikinn og það er ótrúlega gaman að spila með honum," sagði Grant.

„Það er hrikalega erfitt að segja þetta sem markvörður en ég nýt þess virkilega að sjá hann á velli. Hreyfingarnar og fyrsta snertingin hjá honum nánast tryggir mark í hvert sinn því hann kemur sér í svo góða stöðu."

„Hann tekur góð hlaup og leggur alltaf boltann fullkomlega fyrir sig og það gefur honum meiri líkur til að klára færin. Afgreiðslurnar á æfingum líta svo náttúrlega út en þetta er alltaf útaf undirbúningnum. Hann er með lag á því að endurtaka hlutina og það er í raun hæfileiki í sjálfu sér og hvernig hann helgar sér að klára færin og smámunasemin í því er í raun magnað. Ég er viss um að ungu leikmennirnir græði á því að vera´i kringum einhvern sem sýnir svona vandvirkni í vinnunni,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner