Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. febrúar 2021 17:00
Enski boltinn
Vilja losna við Willian úr leikmannahópi Arsenal
Willian.
Willian.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Willian er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Arsenal þessa dagana en frammistaða hans á tímabilinu hefur verið döpur síðan hann kom frá Chelsea síðastliðið sumar.

Willian kom frítt til Arsenal og fékk góðan samning en þessi 32 ára gamli leikmaður hefur lítið gert á tímabilinu. Hann átti til að mynda slaka innkomu í sigurleiknum gegn Leeds í gær.

„Ég skil ekki þessi kaup á Willian. Þegar Arteta keypti hann hélt ég að hann myndi nota hann í frjálsu hlutverki sem Emile Smith Rowe hefur verið í," sagði Jón Kaldal í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net.

„Að öðru leyti er þetta óskiljanlegt. Arsenal er með Emile Smith Rowe, Pepe, Saka og Reiss Nelson. Allt leikmenn sem geta spilað á köntunum. Pepe kláraði síðasta tímabil mjög sterkt. Hann var frábær í bikarleiknum gegn Chelsea og var að komast loksins af stað."

„Síðan byrjar tímabilið og þá byrjar Willian á hægri vængnum og hefur spilað meira og minna á vængnum án þess að geta neitt. Hann hefur líka fengið tækifæri á miðjunni og ekki heldur getað neitt þarna. Þetta truflar mig óendanlega mikið við Arteta. Hvað er í gangi þarna? Bæði með kaupin á honum og það að þráast við að nota hann. Ég lít svo á að nú sé komið að því að lágmarka tjónið af þessum viðskiptum og taka Willian úr leikmannahópnum,"
sagði Jón.

„Maður sá fljótlega í hvað stefndi og maður var að vona að hann færi til Kína eftir þetta tímabil. Sá markaður er að renna út og maður sér ekki hvað á að verða um hann," sagði Engilbert Aron Kristjánsson í þætti dagsins.

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Framtíð Arsenal og basl Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner