Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   lau 15. febrúar 2025 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð hetja Álasunds í magnaðri endurkomu - Kristófer hetja Triestina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Triestina
Davíð Snær Jóhannsson var hetja Álasunds þegar liðið vann magnaðan endurkomusigur gegn Ranheim í æfingaleik í dag.

Álasund var 3-0 undir í hálfleik en Davíð hóf endurkomuna með marki eftir tæplega tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Liðið minnkaði muninn enn frekar þegar tæpur stundafjórðungur var eftir.

Jöfnunarmarkið kom síðan á 81. mínútu og Davíð tryggði síðan Álasund sigurinn með marki í uppbótatíma.

Kristófer hetja Triestina og Adam spilaði með Novara

Kristófer Jónsson kom inn á sem varamaður eftir rúmlega klukkutíma leik og skoraði sigurmark Triestina gegn Pro Vercelli þegar rúmlega tíu mínútur voru til loka leiks. Markús Páll Ellertsson gekk til liðs við félagið á dögunum frá Fram en er ekki byrjaður að spila með liðinu.

Adam Ægir Pálsson spilaði rúmlega tíu mínútur þegar Novara vann Pergolettese 2-1. Adam var að spila annan leik sinn með liðinu en hann er á láni frá Val. Novara er í 7. sæti A riðils í ítölsku C-deildinni en Triestina er 17. sæti sama riðils.

Willum Þór Willumsson spilaði 66 mínútur í 1-0 sigri Birmingham í C-deildinni á Englandi. Alfons Sampsted var ekki í hópnum. Jón Daði Böðvarsson spilaði 72 mínútur fyrir Burton í 3-1 tapi gegn Bristol Rovers en Benoný Breki Andrésson var ónotaður varamaður í 2-0 sigri Stockport gegn Wigan.

Birmingham er með 69 stig, níu stiga forskot á toppnum og á leik til góða á Wycombe. Stockport er í 4. sæti með 57 stig og Burton í 23. og næst neðsta sæti með 26 stig.

Íslendingar í aukahlutverki í Íslendingaslögum

Groningen vann Willem II 3-1 í Íslendingaslag. Brynjólfur Willumsson kom inn á undir lokin hjá Groningen en Rúnar Þór Sigurgeirsson sat allan tíman á bekknum hjá Willem II. Elías Már Ómarsson spilaði 81 mínútu í markalausu jafntefli NAC Breda gegn Feyenoord. Elías var líflegur í leiknum og fékk tækifæri til að skora, hann komst í gott færi en skaut rétt yfir.

Þá var Kolbeinn Finnsson á bekknum í 2-2 jafntefli Utrecht gegn PSV. Utrecht er í 3. sæti með 43 stig, Groningen í 8. sæti með 27 stig, jafnmörg stig og Breda sem er í 9. sæti og Willem II er í 15. sæti með 24 stig.

Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan leikinn þegar Dusseldorf vann 2-1 gegn Herthu Berlin. Valgeir Lunddal spilaði 87 mínútur en Jón Dagur Þorsteinsson sat sem fastast á bekknum hjá Herthu. Dusseldorf er í 5. sæti með 37 stig eftir 22 umferðir en Hertha er í 13. sæti með 25 stig.

Logi Hrafn Róbertsson kom ekkert við sögu í mjög sterku 1-1 jafntefli Istra 1961 gegn Hajduk Split í króatísku deildinni. Istra er í 8. sæti með 24 stig eftir 22 umferðrir en Hajduk er á toppnum með 41 stig.
Athugasemdir
banner
banner