Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   lau 15. febrúar 2025 19:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Annar útisigur Everton í röð - Upp fyrir Man Utd
Mynd: EPA
Crystal Palace 1 - 2 Everton
0-1 Beto ('42 )
1-1 Jean-Philippe Mateta ('47 )
1-2 Carlos Alcaraz ('80 )

Everton heldur áfram að blómstra undir stjórn David Moyes en liðið er ósigrað í síðustu fimm deildarleikjum en tveir þeirra hafa nú komið á útivelli.

Liðið vann Crystal Palace á Selhurst Park í kvöld en heimamenn byrjuðu leikinn betur. Þeir komu boltanum í netið eftir tuttugu mínútna leik en markið dænt af vegna rangsötðu.

Það var hins vegar Everton sem komst yfiir undir lok leiksins. Tyrique Mitchell var steinsofandi þegar hann átti að fá boltann eftir innkast, Carlos Alcaraz var fljótur að átta sig og náði boltanum.

Alcaraz brunaði í átt að teignum og lagði boltann á Beto sem skoraði.

Palace náði að svara strax í upphafi seinni hálfleiks. Everton var í vandræðu með að koma boltanum frá eftir hornspyrnu, Marc Guehi fékk boltann og sendi Jean-Phillipe Mateta í gegn sem skoraði af öryggi.

Alcaraz var hins vegar ekki búinn að segja sitt síðasta því hann skoraði sigurmarkið fyrir Everton. Ashley Young átti skot sem fór af varnarmanni og boltinn barst til Alcaraz sem skoraði.

Everton stekkur upp í 13. sæti, upp fyrir Man Utd og Tottenham og jafnar Crystal Palace að stigum með þessum sigri.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner
banner