Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 15. mars 2020 09:37
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo breytir hótelum í sjúkrahús
Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, ætlar að breyta hótelum í sjúkrahús fyrir fólk sem er að glíma við kórónaveiruna.

Veiran hefur verið að dreifast um Evrópu og stöðvað flestar íþróttakeppnir í álfunni.

Ronaldo á hótelkeðju í heimalandi sínu, Portúgal, og ætlar að breyta hótelunum tímabundið í sjúkrahús fyrir fólk sem er með veiruna.

Hann mun ekki rukka fyrir dvölina og ætlar að auki að borga úr eigin vasa til lækna og hjúkrunarfræðinga.

Kórónaveiran hefur ekki skollið eins hart á Portúgal eins og mörgum öðrum löndum. Á fimmtudag voru 78 í landinu sýktir.
Athugasemdir
banner