Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. mars 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Umdeilt víti sem kom Man City á bragðið - „Hann sá þetta ekki einu sinni sjálfur"
Benjamin Henrichs var ekki sáttur
Benjamin Henrichs var ekki sáttur
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær, 7-0 og alveg óumdeilanlegt að enska liðið hafi verið betra liðið en vítaspyrnan sem kom Erling Braut Haaland og liði City á bragðið þótti þó umdeilt.

Rodri skallaði boltann í höndina á Benjamin Henrichs í teignum og eftir að dómarinn hafði skoðað VAR-skjáinn ákvað hann að dæma vítaspyrna.

Erfitt var að sjá hvort boltinn hafði viðkomu af höndinni á Henrichs eða ekki og hvort hann raunverulega hafði áhrif á leikinn.

Vítaspyrnan var alla vega dæmd og skoraði Haaland úr henni. Þetta kom Norðmanninum af stað því hann skoraði fjögur mörk til viðbótar í slátruninni.

„Hann sá þetta ekki sjálfur. Hann sá þetta ekki á skjánum heldur en hann gaf samt vítið því honum var sagt að gera það,“ sagði Henrichs við Prime Video.

Sjáðu vítið
Athugasemdir
banner
banner
banner