Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 13:17
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea ætlar að fá annan vængmann í sumar - Hafa ekki áhuga á að kaupa Sancho
Mynd: EPA
Chelsea er ekki hætt á markaðnum og segja miðlar nú að félagið ætli að bæta við sig öðrum vængmanni þrátt fyrir að hafa gengið frá samkomulagi um portúgalska undrabarnið Geovany Quenda.

Fabrizio Romano sagði frá því á dögunum að Quenda, sem er 17 ára gamall, muni ganga í raðir Chelsea á næsta ári.

Enska félagið hefur verið ríkjandi á markaðnum þegar það kemur að því að sækja efnilega leikmenn en það kom öllum í opna skjöldu að Quenda hafi farið til Chelsea, en hann hafði verið eyrnamerktur fyrir Manchester United, enda spilað undir stjórn Ruben Amorim hjá Sporting.

Athletic segir að Chelsea ætli að halda áfram að styrkja sóknarstöðurnar. Félagið ætlar að sækja annan hægri vængmann og vill það hafa alls fimm vængmenn á næsta tímabili.

Einnig kemur fram að félagið ætli að komast hjá því að kaupa Jadon Sancho frá United.

Chelsea fékk Sancho á láni síðasta sumar og er ákvæði í samningnum um að félagið þurfi að kaupa hann ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Ekki er áhugi fyrir því að gera skiptin varanleg og eru því allar líkur á því að hann fari aftur til Manchester-borgar.

Í sumar fær Chelsea hinn afar efnilega Estevao Willian frá Palmeiras en hann getur bæði spilað sem hægri vængmaður og fyrir aftan framherja.
Athugasemdir
banner
banner
banner