Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   lau 15. mars 2025 13:46
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk: Engin ástæða til að örvænta
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, segir enga ástæðu til að örvænta er hann var spurður nánar út í samningamálin og framtíðina.

Hollendingurinn verður samningslaus eftir tímabilið en hann heldur öllu opnu.

Van Dijk hefur verið einn besti varnarmaður heims um árabil og yrði það mikill missir fyrir Liverpool ef hann ákveður að róa á önnur mið, en miðvörðurinn segir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu.

Stuðningsmenn Liverpool hafa hins vegar miklar áhyggjur. Hann, Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold eru allir að renna út á samningi.

„Kannski klára ég samninginn og samt verður ekkert frétt. Ég veit það bara ekki,“ sagði Van Dijk.

„Ég vil ekki skapa neinn kvíða eða neitt svoleiðis. Ég ætla bara að vera rólegur og einbeita mér að því að vonandi geta unnið síðustu tíu leiki tímabilsins.“

„Ég er viss um að það komi einhverjar fréttir í lok tímabils, en hverjar þær verða veit ég ekki.“

„Þetta gerist ekki bara í einum grænum og allt klárt. Það eru margir þættir sem spila inn í og svo lengi sem ég er rólegur vjð ykkur þá er engin ástæða til að örvænta, hvað svo sem framtíðin ber í skauti ser.“

„Ef ég væri áhyggjufullur þá myndi það sjást á spilamennsku minni, sem er ekki málið í þessu tilfelli. Í augnablikinu er ég algerlega skuldbundinn Liverpool, það er enginn vafi á því.“

„Ég er svo ótrúlega stoltur að vera fyrirliði þessa fallega félags sem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig og fjölskyldu mína síðustu ár,“
sagði Van Dijk.
Athugasemdir
banner
banner
banner