Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 15. apríl 2021 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frábær í fjarveru Ramos og Varane - „Er að eiga mitt besta tímabil"
Mynd: EPA
Nacho Fernandez er 31 árs varnarmaður hjá Real Madrid. Hann hefur ekki oft fengið það hrós sem hann á skilið og oft verið í skugga stærri nafna hjá félaginu.

Hann er uppalinn hjá félaginu og hefur verið leikmaður aðalliðsins frá og eð árinu 2011. Hann á að baki 22 landsleiki með Spáni og 151 deildarleik með Real.

Hann hefur verið frábær að undanförnu þegar Real hefur þurft á honum að halda. Þeir Sergio Ramos og Raphael Varane hafa verið fjarverandi vegna veirunnar og meiðsla. Í þeirra fjarveru hafa þeir Eder Militao og Nacho stigið upp.

Nacho var til viðtals eftir leikinn gegn Real í gær en Real komst áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-1 samanlagðan sigur gegn Liverpool í 8-liða úrslitum.

„Við vissum að við vorum með forskotið úr fyrri leiknum en þeir þvinguðu okkur til baka. Liðið var mjög gott varnarlega en kannski ekki alveg jafn gott og við vildum fram á við. Þegar þú leiðir 3-1 úr fyrri leiknum þá er þetta eðlileg nálgun," sagði Nacho.

„Fólk sagði að við værum ekki líklegra liðið gegn Liverpool og núna mætum við öðru sterku liði í undanúrslitum. Við erum fullir sjálfstrausts og viljum komast aftur í úrslit."

„Ég reyni að sinna mínu starfi eins vel og ég get. Ég er að eiga mína bestu leiktíð á ferlinum,"
sagði Nacho að lokum.

Joe Walker er blaðamaður sem fjallar um Real Madrid. Hann tók undir með Nacho og sagði frammistöðuna í gær sýna að Nacho sé að eiga sitt besta tímabil.
Athugasemdir