Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   mán 15. apríl 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Bayern búið að hafa samband við Zidane
Mynd: EPA
Spænska blaðið MARCA segir að Bayern München hafi sett sig í samband við franska þjálfarann Zinedine Zidane en félagið vill að hann taki við af Thomas Tuchel í sumar.

Tuchel mun hætta með Bayern eftir tímabilið og er félagið að vinna hörðum höndum að því að finna eftirmann hans.

Xabi Alonso var efstur á blaði en Spánverjinn tók ákvörðun um að vera áfram hjá Bayer Leverkusen.

Roberto De Zerbi, Hansi Flick og Julian Nagelsmann hafa allir verið orðaðir við félagið en MARCA kom með óvænt nafn inn í umræðuna.

Í frétt spænska blaðsins kemur fram að Bayern hafi þegar sett sig í samband við ZIdane um að taka við af Tuchel í sumar.

Zidane hefur aðeins þjálfað Real Madrid á ferli sínum, þar sem hann vann Meistaradeildina þrisvar og deildina tvisvar. Hann hætti með Madrídinga árið 2021 en talið er að hann sé að bíða eftir þjálfarastarfi franska landsliðsins.

Ítalska félagið Juventus er einnig sagt á höttunum eftir Zidane.
Athugasemdir
banner
banner