Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
banner
   mán 15. apríl 2024 23:22
Sölvi Haraldsson
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er mjög stoltur af liðinu mínu. Þetta eru mjög svekkjandi úrslit en svona er fótboltinn. 1-0 og þetta var örugglega eina skotið þeirra sem rataði á rammann í dag.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 1-0 tap gegn Víking R. í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Víkingur R.

Rúnar er heilt yfir mjög sáttur með leik sinna manna í dag. Hann er ánægður að hafa lokað á Víkinga í dag en svekktur að hafa skapað ekki fleiri færi og nýtt stöðurnar sem þeir fengu í kvöld. Rúnar tekur fullt jákvætt úr leiknum í dag.

Það var dæmt mark af Fram í kvöld sem margir vilja meina að hafi verið rangur dómur.

Ég get ekki séð þetta héðan. Dómarinn var harður á því að þetta hafi verið hendi en ég er ekki búinn að sjá þetta aftur.“

Rúnar segist einnig ekki hafa séð atvikið þar sem Guðmundur Magnússon, framherji Fram, var tekinn niður af Halldóri Smára inni á teig Fram. En hann segir að Guðmundur telur að hann hafi verið tekinn niður.

Eftir leik fagnaði Pablo Punyed vel í áttina að stuðningsmönnum Fram sem voru duglegir að baula á hann þegar hann fékk boltann í seinni hálfleiknum. Rúnar virtist hafa farið til hans og átt einhver orðaskipti við hann.

Framararnir voru að baula á hann stóran hluta seinni hálfleiks og hann var eitthvað ósáttur við þá. Hann var að skjóta til baka. Ég var bara að biðja hann um að gera það ekki. Leikmenn eiga ekkert að vera að skipta sér að því hvað áhorfendur eru að gera. Þannig ég sem gamall þjálfarinn hans fór og vildi róa hann svo það myndu ekki vera meiri læti. Við áttum bara gott spjall.

Jannik var ekki með Frömurum í dag en hann hefur verið að glíma við þursabit alla helgina.

Jannik er með þursabit og er búinn að vera að glíma við það alla helgina. Hann verður væntanlega að glíma við það næstu daga þannig það er bara tímaspursmál hvort hann nái leiknum á laugardaginn. En við vonum það, hann er mikilvægur fyrir okkur og við söknuðum hann í dag.

Heilt yfir er Rúnar ánægður með frammistöðu liðsins í byrjun móts en hefði viljað fá stig í kvöld gegn Víkingum.

Fyrirfram hefði ég viljað vinna Vestra og ná stigi heima gegn Víkingum sem var stefnan í dag. En við þurfum þá bara að sækja þetta stig sem við misstum í dag einhverstaðar annarstaðar.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir svekkjandi 1-0 tap gegn Víkingi R. í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner