Fyrrum landsliðskonan Sif Atladóttir hefur fengið félagaskipti í Víking og getur því spilað með liðinu í sumar.
Sif greindi frá því eftir sumarið 2023 að skórnir væru komnir upp á hillu. Hún á frábæran feril þar sem hún lék lengi í atvinnumennsku og spilaði hún þá 90 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Sif greindi frá því eftir sumarið 2023 að skórnir væru komnir upp á hillu. Hún á frábæran feril þar sem hún lék lengi í atvinnumennsku og spilaði hún þá 90 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna eftir sumarið 2023, þá kom hún við sögu í 13 leikjum með Selfossi í deild og bikar í fyrra. Það hefur reynst erfitt að hætta.
Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, þjálfaði Selfoss síðustu sumur en hann er núna orðinn aðstoðarþjálfari Víkinga og spurning hvort Sif muni eitthvað spila í sumar. Það kemur væntanlega í ljós.
Besta deild kvenna hefst í kvöld og spila Víkingar sinn fyrsta leik gegn Þór/KA á morgun.
Athugasemdir