KR og Valur gerðu 3-3 jafntefli í mögnuðum leik í Bestu deildinni í gær en jöfnunarmark KR kom úr vítaspyrnu sem var síðasta spyrna leiksins.
Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, braut af sér og þó brotið hafi í raun verið rétt fyrir utan teig þá láta sérfræðingar Innkastsins Hólmar heyra það fyrir að brjóta á þessum tímapunkti og bjóða upp á þetta.
Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, braut af sér og þó brotið hafi í raun verið rétt fyrir utan teig þá láta sérfræðingar Innkastsins Hólmar heyra það fyrir að brjóta á þessum tímapunkti og bjóða upp á þetta.
„Valsarar pökkuðu niður í eigin teig og buðu KR-ingum upp í dansinn. Það er sorglegt að sjá fyrirliða Vals missa hausinn. Tveimur mínútum áður þá er hann í einhverjum barningi við Aron (Þórð Albertsson) og þeir fá báðir gult spjald. Fyrir mér er þetta svo eiginlega beint rautt svo á Hólmar en þetta er fyrir utan teiginn, þetta er skrefi fyrir utan línuna," segir Magnús Haukur Harðarson.
„Það er ekki hægt að vorkenna honum fyrir þetta, þetta er það mikil heimska. Þú ert á 99. mínútu og ert fyrirliði liðsins. Þetta er einn reynslumesti maður í deildinni og þú hendir í þetta á þessum tímapunkti. Auðvitað er ömurlegt að það sé dæmt rangt víti, þetta var fyrir utan en ég ætla ekki að vorkenna þér neitt. Þetta var glatað hjá honum," segir Valur Gunnarsson.
Valur er með tvö stig eftir tvær umferðir en liðið mætir KA í næstu umferð. Hólmar verður í leikbanni í þeim leik. Hér má sjá vítadóminn og rauða spjaldið:
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 2 | 2 | 0 | 0 | 6 - 0 | +6 | 6 |
2. Stjarnan | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 2 | +2 | 6 |
3. Vestri | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
4. Fram | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 3 | +1 | 3 |
5. Breiðablik | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 4 | 0 | 3 |
6. ÍA | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 - 2 | 0 | 3 |
7. KR | 2 | 0 | 2 | 0 | 5 - 5 | 0 | 2 |
8. Valur | 2 | 0 | 2 | 0 | 4 - 4 | 0 | 2 |
9. Afturelding | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
10. ÍBV | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
11. KA | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 - 6 | -4 | 1 |
12. FH | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 3 | -2 | 0 |
Athugasemdir