Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   mán 14. apríl 2025 22:39
Haraldur Örn Haraldsson
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals fékk að líta rauða spjaldið seint í uppbótartíma í kvöld þegar liðið hans gerði 3-3 jafntefli við KR.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

„Þetta er auðvitað gríðarlega svekkjandi, að fá þetta mark á okkur í lokin sem voru bara því miður mistök af hálfu dómarans. Það er gríðarlega svekkjandi."

KR byrjaði leikinn betur en Valur óx inn í leikinn eftir að leið á fyrri hálfleikinn. Hólmar var samt ekki alveg sammála því að þeir vöknuðu ekki fyrr en á 30. mínútu.

„Við vorum alltaf hættulegir og sköpuðum fullt af færum. En á köflum hefðum við mátt spila betur."

Atvikið þegar Hólmar fær sitt annað gula spjald og KR fær víti er heldur betur umdeilt. Hólmar var alls ekki sammála þeim dóm.

„Það er aukaspyrna utan af kanti og bara svona klassískt. Hann stendur inn fyrir og ætlar að blokka mig, og gerir það. Við hlaupum á hvorn annan, hann dettur síðan ofan á mig og ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur. En hann dæmir síðan víti og rautt, eina sem leikmaðurinn er að gera er að reyna blokka mig, hann er ekki einu sinni að reyna að fara inn í. Svo er þetta líka góðan meter fyrir utan teig. Þannig þetta er bara gríðarlega svekkjandi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner