mið 15. maí 2019 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Suðurlandsins eina von í Stokkseyri (Staðfest)
Suðurlandsins eina von ásamt Ingólfi Þórarinssyni.
Suðurlandsins eina von ásamt Ingólfi Þórarinssyni.
Mynd: Kjartan Björnsson
Arilíus Marteinsson, betur þekktur sem Suðurlandsins eina von hefur gengið í raðir Stokkseyrar frá Ægi.

Hann lék 12 leiki með Ægi í 3. deildinni í fyrra er liðið féll niður í 4. deildina. Arilíus hefur áður leikið með Stokkseyri því hann lék með liðinu nokkra leiki sumarið 2017 og einnig sumarið 2014.

Arilíus sem verður 35 ára hefur verið gráhærður frá því hann var sextán ára ef marka má texta Ingólfs Þórarinssonar, Ingó Veðurguðs í laginu Suðurlandsins eina von þar sem Ingólfur syngur um Arilíus.

Hann hefur lengst af á sínum ferli leikið með Selfossi en Arilíus á 286 meistaraflokksleiki að baki og hefur skorað í þeim 69 mörk. Hann lék síðast með Selfossi sumarið 2011.

Hægt er að koma sér í gírinn með því að hlusta á Suðurlandsins eina von hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner