mið 15. maí 2019 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Tvær Þróttara-goðsagnir í SR (Staðfest)
Hallur í leik með Þrótti.
Hallur í leik með Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðfinnur Þórir Ómarsson og Hallur Hallsson hafa gengið til liðs við SR í 4. deildinni. Um er að ræða tvær Þróttara goðsagnir sem hafa ákveðið að spila með SR sem er varalið Þróttar.

Hallur gengur til liðs við SR frá Þrótti en hann lék síðast með Þrótti í 1. deildinni sumarið 2016. Hann hefur allan sinn feril leikið með Þrótti og því yrði það tímamót á hans ferli þegar hann klæðist SR treyjunni.

Hann hefur leikið 297 leiki með Þrótti og skorað í þeim leikjum fjögur mörk.

Guðfinnur Þórir gengur í raðir SR frá ÍR en hann lék 18 leiki með ÍR í Inkasso-deildinni í fyrra er liðið féll um deild. Guðfinnur lék með Þrótti sumrin 2001 til 2005 og svo aftur 2100 til 2012.

Auk þess hefur SR fengið Arnar Ingi Njarðarson og Júlíus Óskar Ólafsson frá Þrótti og Kára Þráinsson frá Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner