Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. maí 2019 13:48
Elvar Geir Magnússon
Unglingaþjálfari Crewe reyndi að tæla ungar stelpur
Frá heimavelli Crewe.
Frá heimavelli Crewe.
Mynd: Getty Images
Enska fótboltafélagið Crewe Alexandra hefur rekið einn af unglingaþjálfurum félagsins en lögreglurannsókn leiddi í ljós að hann hafði verið að tæla til sín ungar stelpur undir lögaldri.

Carl Everall heitir þjálfarinn og er 28 ára en hann var settur í bann af félaginu í september.

Everall þarf að gangast undir 35 daga meðferð og samfélagsþjónustu í þrjú ár.

Everall hafði starfað við þjálfun hjá Crewe síðan 2013 en hann hefur verið bannaður frá öllum afskiptum af fótbolta af enska knattspyrnusambandinu á meðan hann tekur út sinn dóm.

Hann hafði sent fjölda óviðeigandi Snapchat skilaboða og hætti því ekki fyrr en hann var handtekinn.
Athugasemdir
banner
banner