Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. maí 2022 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Stjarnan lagði Val í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan 1 - 0 Valur
1-0 Oliver Haurits ('93)


Stjarnan og Valur áttust við í síðasta leik dagsins í Bestu deild karla og einkenndist leikurinn af mikilli baráttu og miðjumoði.

Það var lítið um færi þar sem heimamenn í Garðabæ voru hættulegri fyrir leikhlé og gestirnir úr Hlíðum eftir hlé.

Staðan var markalaus í fyrri hálfleik en á fyrstu fimmtán mínútum þess síðari átti Birkir Heimisson skot í stöng. Skömmu síðar varði Haraldur Björnsson meistaralega frá Orra Hrafni Kjartanssyni en leikurinn róaðist aftur niður í kjölfarið.

Það var lítið að frétta undir lokin og virtust menn vera sáttir með að deila stigunum á milli sín allt þar til Valsarar gerðust sekir um mistök í uppbótartíma.

Valsarar klúðruðu sendingu illa og gáfu Garðbæingum tækifæri til að sækja hratt. Þeir nýttu það tækifæri til hins ýtrasta þar sem hinn þaulreyndi Óskar Örn Hauksson, sem kom inn af bekknum, bjó til einfalt mark fyrir Oliver Haurits.

Valur er áfram í þriðja sæti Bestu deildarinnar eftir tapið, með 13 stig eftir 6 umferðir og þremur stigum eftir toppliði KA.

Stjarnan klifrar upp í fjórða sæti og er þar með 11 stig.

Sjáðu textalýsinguna


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner