Rúrik Gunnarsson, leikmaður KR, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Fyrri samningur hans átti að renna út eftir tímabilið en nýi samningurinn gildir út tímabilið 2026.
Hann hefur byrjað þrjá síðustu deildarleiki KR, kom inn á og inn í liðið eftir að Jóhannes Kristinn Bjarnason meiddist gegn Fram.
Hann hefur byrjað þrjá síðustu deildarleiki KR, kom inn á og inn í liðið eftir að Jóhannes Kristinn Bjarnason meiddist gegn Fram.
„Það var enginn vafi á því að hann myndi byrja leikinn. Hann var frábær á undirbúningstímabilinu og er með virkilega gott hugarfar. Ef ég á að vera hreinskilinn hefði hann líklega átt skilið að fá tækifærið fyrr, en hann hefur verið þolinmóður og nýtti tækifærið í kvöld," sagði Gregg Ryder í viðtali við mbl.is eftir leikinn gegn Breiðabliki fyrr á tímabilinu.
Rúrik er hægri bakvörður fæddur árið 2005 og á að baki 12 leiki fyrir yngri landsliðin. Hann er uppalinn í Breiðabliki en skipti yfir í KR fyrir tímabilið 2022. Seinni hluta síðasta tímabils var hann á láni hjá Aftureldingu í Lengjudeildinni.
Rúrik er sonur Gunnars Einarsson sem er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR.
Athugasemdir