Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   mið 15. maí 2024 11:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúrik framlengir við KR
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Rúrik Gunnarsson, leikmaður KR, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Fyrri samningur hans átti að renna út eftir tímabilið en nýi samningurinn gildir út tímabilið 2026.

Hann hefur byrjað þrjá síðustu deildarleiki KR, kom inn á og inn í liðið eftir að Jóhannes Kristinn Bjarnason meiddist gegn Fram.

„Það var eng­inn vafi á því að hann myndi byrja leik­inn. Hann var frá­bær á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu og er með virki­lega gott hug­ar­far. Ef ég á að vera hrein­skil­inn hefði hann lík­lega átt skilið að fá tækifærið fyrr, en hann hef­ur verið þol­in­móður og nýtti tækifærið í kvöld," sagði Gregg Ryder í viðtali við mbl.is eftir leikinn gegn Breiðabliki fyrr á tímabilinu.

Rúrik er hægri bakvörður fæddur árið 2005 og á að baki 12 leiki fyrir yngri landsliðin. Hann er uppalinn í Breiðabliki en skipti yfir í KR fyrir tímabilið 2022. Seinni hluta síðasta tímabils var hann á láni hjá Aftureldingu í Lengjudeildinni.

Rúrik er sonur Gunnars Einarsson sem er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR.
Athugasemdir
banner
banner