Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mán 22. apríl 2024 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Legghlífar Rúriks voru svo litlar að þær bara sáust ekki
Leitað að legghlífum.
Leitað að legghlífum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var fyndin uppákoma í leik KR og Fram í Bestu-deild karla á laugardaginn þegar línuverði og skiltadómara gekk illa að finna legghlífar á sköflungi Rúriks Gunnarssonar.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

Rúrik þurfti óvænt að koma inná á 51. mínútu leiksins þegar Jóhannes Kristinn Bjarnason meiddist illa á fæti og var borinn af velli.

Þegar leikmenn koma inná fer dómarateymið yfir búnað þeirra og eitt af því sem er skylda er að hafa legghlífar á sköflungnum.

Legghlífar Rúriks voru svo litlar að dómararnir þurftu hreinlega að leita. Þeir höfðu gaman af þegar legghlífarnar fundust.

Rúrik er unglingalandsliðsmaður sem kom í KR frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2022 og hefur verið lánaður til KV og Aftureldingar undanfarin ár. Hann er sonur Gunnars Einarssonar þjálfara kvennaliðs KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner